Söfnunarmunir

Nýtt útlit á jólaskeið Ernu er hannað af Ragnhildi Sif Reynisdóttur gullsmið og hönnuði.  Fyrsta skeiðin sem hún hannaði kom í hitteðfyrra og myndefnið trompett.  Þemað er því hljóðfæri, í fyrra var það knéfiðla eða selló sem skreytti skeiðina en nú 2017 saxafónn.  Á bakhliðinni eru nótur.  Hvert þema nær yfir 12 ára tímabil þar sem skeiðarblaðið er óbreytt en skaftið breytist milli ára.

 

Það eru 70 ár síðan fyrsta jólaskeiðin var smíðuð í Gull-og silfursmiðjunni Ernu.  Þær eru smíðaðar úr 925 sterling silfri á sama hátt og í byrjun, af íslenskum silfursmiðum.

 Ársskeiðarnar sem Stefán Snæbjörnsson teiknaði eru nú orðnar 12 og fylla seríu.  Þær verða ekki fleiri en fáanlegar áfram eins og jólasveinaskeiðarnar vinsælu. Gott er að panta í tíma skeiðar fyrir jól til að tryggja að þær verði til (í jólaösinni).

jolskeid
Jólasveinaskeiðarnar verða áfram fáanlegar. Helga María Guðmundsdóttir nemandi í Foldaskóla á hugmyndina að Pottaskefli.

Servíettuhringarnir 12 fylla nú seríu og verða áfram fáanlegir. Þeir komu í þessari röð:

Holtasóley 2005
Hrútaber 2006
Hrafnafífa 2007
Gleym-mér-ei 2008
Blóðberg 2009
Blágresi 2010
Lambagras 2011
Dagstjarna 2012
Eyrarrós 2013
Geldingahnappur 2014
Baldursbrá 2015 og Fjalldalafífill (Fjalldæla) 2016

Verslunin Skipholti 3 er opin frá 10 til 18 virka daga.