Fréttir

Keppt var um verðlaunagripi Íslandsglímunnar; Freyjumenið  og Grettisbeltið 1. apríl síðast liðinn.  Fyrst var keppt um Grettisbeltið 1906 en Freyjumenið árið 2000.  Erum við þakklát fyrir það traust sem Glímusamband Íslands sýnir Ernu þegar kemur að elsta og dýrmætasta verðlaunagrip þjóðarinnar og Freyjumeninu sem smíðað var hér í Ernu úr gulli, silfri og perlum.

verðlaunagripir
Glímukóngurinn 2017, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Glímudrottningin 2017, Marín Laufey Davíðsdóttir og Ólafur Oddur Sigurðsson, formaður Glímusambands Íslands.

-o-

Vaskir strákar frá Nóaborg komu í heimsókn og skoðuðu verkstæðið.

Á myndinni frá vinstri eru Daníel Hrafn, Úlfur, Jón Louie, Stefán Sölvi, Þorsteinn Flóki, Krzysztof Bjarni, Hartmann Rafael, Ævar Orri, Sigmar Magni, Jóhann Þór ásamt Atla Jasonarsyni og Hildi Önnu Hilmarsdóttur. Erna þakkar kærlega þann mikla áhuga sem þeir sýndu.

-o-

Opið hús var í Ernu föstudaginn17/12 og komu margir til að sjá smíði jólaskeiðarinnar.  Sara Steina tók sig til og bakaði á staðnum og bauð uppá heimsfræga kaffið sitt.  Meðal gesta voru langfeðgarnir Björgúlfur og Úlfur.  Þeir voru settir í vinnu og tengdu þeir nýja vél enda annálaðir fyrir kunnáttu í tölvum og rafmagnsfræði.

ulfur1
Úlfur gangsetur vélina í fyrsta sinn.

-o-

Hér má finna viðtal við Ragnhildi Sif Reynisdóttur hönnuð jólaskeiðarinnar um tilurð skeiðarinnar og hugmynd að baki hennar. Ath. viðtalið er á blaðsíðu 14 í Fréttablaðinu frá 5. desember, sem tengillinn vísar á.

rsr

-o-

Martial Butscher frá franska úraframleiðandanum Pierre Lannier heimsótti okkur nú í haust. Með honum í för var eignikona hans Rachel og sonurinn Anastase.  Nú eru 20 ár síðan Erna hóf innflutning á PL úrunum og að því tilefni ýmis tilboð í gangi á þessum fallegu gæðaúrum.

Martial

-o-

Hjálm­ar H. Ragn­ars­son tón­skáld  var, fyrstur manna, sæmd­ur heiðurs­doktors­nafn­bót LHÍ þann 17. júní síðast liðinn.  Við út­skrift­ar­at­höfn Lista­há­skóla Íslands í Hörpu var honum færður þessi pendúll sem listamaðurinn Tinna Gunnarsdóttir hannaði og smíðaður var hér í Ernu.

pendull

-o-

Fjörusteinninn 2016

fjorust2016

Umhverfisviðurkenning Faxaflóahafna 2016 var veitt fyrirtækinu Special Tours. Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sf. tilnefnt fyrirtæki á hafnarsvæði sínu og er það mikill heiður fyrir Ernu ehf að smíða  þessa gripi úr fjörugrjóti og silfri.

-o-

Kaldalónsskálin er silfurskál sem smíðuð var hér í Ernu.

Ungur Seltirningur, Friðrik Guðmundsson, hlaut á þjóðhátíðardaginn 17. júní  s.l. KALDALÓNSSKÁLINA – Tónlistarviðurkenningu Rótarýklúbbs Seltjarnarness í minningu Selmu Kaldalóns tónskálds (1919-1984).  Viðurkenningin var veitt í fyrsta skipti við athöfn í lok þjóðhátíðarguðþjónustunnar í Seltjarnarneskirkju. Guðmundur Snorrason, forseti Rótarýklúbbsins, afhenti skálina, ásamt heiðursskjali. Ólafur Egilsson, form. æskulýðsnefndar klúbbsins, flutti einnig ávarpsorð.

-o-

Heimsókn Félags íslenskra gullsmiða í Kjörís

Guðrún Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Kjörís tekur við fyrstu ísskeiðinni sem Erna nú framleiðir. Myndina tók Arna Arnardóttir formaður FÍG eftir að hafa afhent Guðrúnu skeiðina sem er úr silfri og stáli. 

-o-

Heimsókn gullsmíðanema úr Tækniskólanum 11. 3. 2015

Unga fókið vildi fræðast um smíði silfurskeiða og sérstaklega hvernig skeiðablöðin verða til.

Kennarinn þeirra, Halla Boga, fremst á mynd. Að venju bauð hún uppá kruðerí þ.a. úr varð mikil veisla. Þökkum kærlega fyrir okkur, áhugann og veitingarnar.

-o-

Frá heimsókn iðnaðarráðherra og formanns SI í Ernu.

idn2

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður SI fræðast um smíði á silfurborðbúnaði í Ernu. Báðar höfðu safnað silfri frá verkstæðinu. Ragnheiður sagði skemmtilega sögu af því þegar hún fékk recept uppá silfurskeið í skírnargjöf.

Eldri fréttir

Verslunin Skipholti 3 er opin frá 10 til 18 virka daga.