Jólaskeiðin – söfnunarmunir

Jólaskeiðin 2023, kr. 26.500,-
Útlit jólaskeiðar Ernu er hannað af Ragnhildi Sif Reynisdóttur gullsmið og hönnuði.  Fyrsta skeiðin sem hún hannaði kom 2015 og myndefnið trompett.  Þemað er því tónlist, 2016 var það knéfiðla eða selló sem skreytti skeiðina, 2017 saxafónn, 2018 harpa, 2019 klarinett, 2020 tónlistartákn, 2021 páka,  2022 túba og nú 2023 fiðla. Á bakhliðinni eru nótur.  Hvert þema nær yfir 12 ára tímabil þar sem skeiðarblaðið er óbreytt en skaftið breytist milli ára. 

Bakhlið skeiðarinnar er skreytt nótum

Það eru 78 ár síðan fyrsta jólaskeiðin var smíðuð í Gull-og silfursmiðjunni Ernu. Hún er hluti af jólahaldi fjölskyldna í kynslóðir. Skeiðarnar eru smíðaðar úr 925 sterling silfri á sama hátt og í byrjun, af íslenskum silfursmiðum. Hér má finna fróðlega grein eftir Elísabetu V. Ingvarsdóttur sem skrifuð var í tengslum við sýningu í Hönnunarsafninu 2008 á jólaskeiðinni.

-o-

Jólabjallan 2023, verð 9.500,-

Hönnun: Ösp Ásgeirsdóttir

-o-

Jólabjallan 2021

-o-

Jólabjallan 2020

Hönnuður; Ösp Ásgeirsdóttir.

 

 Jólabjallan 2019

Hönnuður; Ösp Ásgeirsdóttir

-o-

Ársskeiðarnar sem Stefán Snæbjörnsson teiknaði eru nú orðnar 12 og fylla seríu.  Þær verða ekki fleiri en fáanlegar áfram eins og jólasveinaskeiðarnar vinsælu. Gott er að panta í tíma skeiðar fyrir jól til að tryggja að þær verði til (í jólaösinni).

jolskeid
Jólasveinaskeiðarnar verða áfram fáanlegar. Helga María Guðmundsdóttir nemandi í Foldaskóla á hugmyndina að Pottaskefli.

Meet the Thirteen Yule Lads

Servíettuhringarnir 12 fylla nú seríu og verða áfram fáanlegir. Þeir komu í þessari röð:

Holtasóley 2005
Hrútaber 2006
Hrafnafífa 2007
Gleym-mér-ei 2008
Blóðberg 2009
Blágresi 2010
Lambagras 2011
Dagstjarna 2012
Eyrarrós 2013
Geldingahnappur 2014
Baldursbrá 2015 og Fjalldalafífill (Fjalldæla) 2016
Póstsendum með stuttum fyrirvara, s. 552 0775, erna(hjá)erna.is