Brotagull

Kaupum brotagull og brotasilfur til endurvinnslu hér heimaKomið með gripi til mats og verða þeir metnir við fyrsta möguleika og gert tilboð. Enginn kostnaður er þessu fylgjandi nema þegar tilboði er hafnað þá er rukkað fyrir þann tíma sem fer í skoðun.

gold

Við kaup á brotagulli fylgjum við ábendingum Félags íslenskra gullsmiða.  Fyrir 14k gull greiðum við 2.000,- kr/gr. Einnig kaupum við tanngull, minnispeninga, barra og svo framvegis. Vinsamlegst hafið meðferðis persónuskilríki. Að gefnu tilefni hvetjum við fólk til að gera verðsamanburð. Hafið t.d. samband við þá sem ekki auglýsa fast verð áður en haldið er af stað og fáið fast verð. Hér eru ábendingar frá Félagi íslenskra gullsmiða um hvað ber að hafa í huga þegar brotagull er selt. Ef brotagull er sett uppí vöru fæst hærra verð. Við smíðum líka uppúr brotagulli og sparast þá efniskostnaður, getur verið allt að 50% sparnaður. Ef um marga hluti er að ræða er best að koma á föstudögum e.h. því þá gefst frekar tími til að skoða og meta. 

Brotagullsverð m.v. 1 gramm:

22k (916)    3.375,-

18k (750)    2.500,-

14k (585)    2.000,-

  9k (375)       1.000,-

  8k (333)       900,-

Brotasilfur

925s 25 kr/gr (t.d. keðjur og hnífar)

massífir bútar (t.d. skeiðar og gafflar) 925s 30 kr/gr

800, 828, 830, 835 og þ.h. 20 kr/gr

mynd1

 7/22