Heilög önd og snákagyðja, hvernig tengjast þær hönnun Jörmundar? Sýningin stendur enn þótt HönnunarMars sé liðinn. Enn er tækifæri til að kynnast sögum sem ekki fóru hátt.
-o-
Víkingar í orrustu.
Þessi víkingaher myndar þétta fykingu ekki ólíka grískum Phalax sem þeir gætu hafa kynnst, sem væringjar í þjónustu keisarans í Miklagarði.
Ríðandi víkingur.
Víkingar börðust sjaldan á hestbaki en þó var það til siðs að konungar og aðrir stórhöfðingjar færu fyrir herjum ríðandi, ef til vill skírskotun til Óðins að tryggja sigur.
Naut og örn.
Algengt tákn á öllu yfirráðasvæði hinna fornu Skýþa, allt frá Persíu til Norðurlanda. Goðsögnin á bak við hefur ekki varðveist nema hér sé kominn Gymir jötunn sjálfur að stela uxanum frá þeim fóstbræðrum Óðni og Loka. Líka má benda á að nautið er tungltákn og örninn sólartákn.
Þórshamar.
Vinsælasti verndargripur víkingatímans. Tákn Þórs hins sterka, þrumuguðsins sem verndar menn mót öllum illum öflum.
Brísingamen.
Hálfmáninn er verndartákn hinnar miklu gyðju, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi gerð finnst um öll Miðausturlönd og berst til Norðurlanda í gegnum Garðaríki.
Andarnisti.
Ár eru kenndar til frjósemisgyðunnar eins og sést af mörgum árnöfnum í Evrópu enn þann dag í dag. Sundfuglar eru því tengdir árgyðjum á rérstakan hátt. Eftir að kristni var lögtekin hér á landi héldu endur helgi sinni undir nafninu heilög önd.
Hestnisti.
Hesturinn er helgaður Frey. Þess vegna bannaði kristnin hrossakjöts-át. En illar vættir í merarlíki ofsækja menn stundum í svefni. Þessi gripur verndar gegn slíkum martröðum.
Snákagyðja.
Verndargripur sem færir hamingju og frjósemi með mynd af ónefndri gyðju. Ef til vill ættaðri frá Eystrasaltslöndunum þar sem grassnákurinn er tákn eilífs lífs. Hérlendis var snákurinn tákn mælsku og auðs og liggur á fólgnu gulli.
Men, hannað af Sveini Ólafssyni myndskera. Silfur 6.5cm 25.500,-
Drekaskeið, sykur-, sultu- eða rjómaskeið. Silfur 12.5cm 19.500,-
Lítið men í stálstreng, silfur 20mm 7.900,-
Njáluarmbandið
Ríkarður Jónsson, einn fremsti listamaður þjóðarinnar á 20. öld, teiknaði armbandið, fyrir Guðlaug A. Magnússon gullsmið, innblásinn Njálssögu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Njálssögu, perlu íslenskra fornbókmennta, hana þekkja allir Íslendingar. Karl Guðmundsson myndskeri frá Þinganesi, er nam hjá Ríkarði, var fenginn til þess að skera út frumgerð armbandsins. Karl hannaði einnig silfurmuni sem framleiddir hafa verið eins og armbandið hjá Gull-og silfursmiðjunni Ernu um áratuga skeið. Djúpar rætur magna glæsileik þessa fagra grips er fylgir eiganda sínum, tímalaust djásn.
The Saga Bracelet
One of Iceland´s most famous artists from the 20th century, Ríkarður Jónsson, designed the Saga Bracelet, inspired by Njáls Saga. Njáls Saga, considered the finest of the Icelandic sagas, is an epic story written in the 13th century. One of Ríkarður Jónssons best known works is the Icelandic coat of arms designed in 1919. Karl Guðmundsson a famous wood engraver who had been a pupil of Ríkarður Jónsson made the prototype of the bracelet which has been made up to this day. The Saga Bracelet’s historical roots run deep through the rich soil of Icelandic culuture; exquisite, timeless jewelry.
Sölustaðir/ available at:
GÞ Bankastræti 12, s./tel. (354)5514007 www.skartgripirogur.is
Eureka tel. (354)5345956, www.eureka.is
ERNA Skipholti 3, s./tel. (354)5520775, www.erna.is