Stimplasíða

Nokkri íslenskir stimplar

gammynd

GAM 925, 1924-  Guðlaugur A. Magnússon (1902-1952)

GAMstimpill

Algengasti silfurstimpill hér á landi er samsetning upphafsstafa Guðlaugs A. Magnússonar (GAM) undir rísandi sól. Neðst í stimplinum er hlutfallstala sterling silfurs 925. Hann mun hafa verið tekinn í notkun árið 1946. Fram að því var stimpillinn, frá 1924, upphafsstafir Guðlaugs GAM auk hreinleikastimpils. Á árunum 1950 til 1962 voru allir munir frá Guðlaugi stimplaðir með ártalsstimpli. Helstu borðbúnaðarmunstur Guðlaugs eru; Erna (1936), Kaktus, Renaissance, Reykjavík, Vor og Smári. Á verkstæðinu voru einnig smíðaðir stærri silfurmunir og kirkjusilfur meðan metnaður var enn fyrir íslensku handverki hjá íslenskum yfirvöldum.

GB, Guðjón Bernharðsson (1901- 1978)

Annar algengur stimpill er GB fyrir Guðjón Bernharðsson sem rak fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík silfursmiðju sem var mjög vel tækjum búin. Árið 1960 seldi Guðjón verksmiðju sína og sameinaðist hún þá Ernu hf. Fjölskylda Guðjóns rak með miklum myndarbrag Silfurbúðina í Kringlunni í Reykjavík sem var stærsta verslun sinnar tegundar hér á landi.  Guðjón hannaði m.a. borðbúnaðarmunstur sem nefnt er Heimir og sonur hans Gunnar teiknaði Gullstör, um 1950, munstur sem enn er framleitt. Gunnar teiknaði einnig Rauðhettuskeiðina, barnaskeið og gaffal, sem sjö áratugum síðar er enn eftirsótt.

Kornelius
Kornelíus Jónsson úrsmiður

SS, Silfursmiðjan/ Kornelíus Jónsson (1915 – 2010)

Stimpillinn SS táknar “Silfursmiðjan” sem nokkrir þekktir úra- og gullsmiðir ráku í Reykjavík. Kornelíus Jónsson úrsmiður var einn þeirra og framleiddi nokkur mynstranna sem framleidd voru í gömlu silfursmiðjunni allt til 2010.  Það ár lést hann tæplega 95 ára. Aðdáunarvert var hve vel Kornelíus hélt utan um framleiðsluna til síðasta dags. Verslunin Guðmundur Þorsteinsson (GÞ) í Bankastræti keypti síðar verslun Kornelíusar og þar er hægt að fá borðbúnaðarmustur sem hann framleiddi eins og Prinsessumunstrið og Excellence .

Jon_Sigmundsson
Jón Sigmundsson gullsmiður

Stimpillinn JÓN er frá “Jóni Sigmundssyni” sem er ein elsta ef ekki elsta skartgripaverslun á Íslandi. Þar var framleiddur borðbúnaður fyrir allmörgum árum síðan. Í dag rekur Símon Ragnarsson gullsmiður ásamt fjölskyldu sinni fyrirtækið af myndarskap við Laugaveg og útibú í Spönginni Grafarvogi. 2016 var rekstri hætt, um stundarsakir, vegna ruðningsáhrifa af völdum aukinnar ferðamennsku í gamla miðbænum. Nokkru áður hafði versluninni í Spönginni verið lokað.

Rétt er að minnast á stimpla sem Erna hf hefur notað eftir 1990 þ.e. stimpillinn ERNA og kringlóttur stimpill með arnar-(ernu-) haus og Erna í stílfærðu letri undir og þar fyrir neðan 925s. Í stimplinum eru einnig tvær víkingarúnir, Wunjo og Gebo sem tákna gleði og gjöf. Þessi stimpill var upphaflega önnur hlið víkingapenings sem gullsmiðir Ernu hönnuðu fyrir fyrstu víkingahátíðina sem haldin var í Hafnarfirði.

ERNA 1990–  Gull-og silfursmiðjan Erna.

erna_st

Málmey.

Það voru Jón Leví, Kristmundur Þorleifsson og Þorsteinn Finnbjörnsson sem stóðu að þeim stimpli.

jena
Jens Guðjónsson

J&B:

Jens Guðjónsson og Benedikt Guðmundsson. Þeir framleiddu borðbúnað eftir að þeir hættu hjá Ernu hf, eftir andlát Guðlaugs A. Magnússonar, um skamma hríð. Rókókó er þekkt munstur frá þeim og hefur Erna framleitt það, í seinni tíð, fyrir fyrirtækið Jens í Kringlunni.

Evrópskir stimplar

Henry_II__NPG
Hinrik II

Hinrik II Englandskonungur setti á stofn gildi gullsmiða árið 1180 sem notaði höfuð hlébarða sem silfurstimpil. Í valdatíð Eðvarðs I (1272-1307) varð hlébarðahöfuðið að tákni fyrir sterling silfur (925/1000). 1336 setti gildi gullsmiða nýjar reglur sem kváðu á um þrennskonar stimpla: 1. hlébarðahöfuð, 2. stimpil framleiðanda og 3. ártalsstimpil þar sem ártal var táknað með bókstaf (20 stafir frá A til U að undanskildu J). Ný stafagerð tók við að loknu hverju 20 ára tímabili.

gb-arsstimplar2

Í meginatriðum hefur þessi regla haldist til dagsins í dag. Silfur sem framleitt er í dag hefur sem fyrr 1. hlébarðahöfuð, 2. framleiðandastimpil, 3. ártalsstimpil og að auki borgarstimpil. London= ljónshöfuð, Birmingham= akkeri, Edinborg= turnar Edinborgarkastala og Sheffield= kóróna og frá 1975 táknið að neðan: Tudor Rose.

 london_stimp  birmingham  sheffield  edinborg
London Birmingham Sheffield Edinborg

Gaman er að velta fyrir sér uppruna heitisins yfir 925 silfurblöndu: sterling.  Tom Burnham germönskufræðingur frá Jedburg í Skotlandi telur að orðið sé komið frá Söxum og þýði stjarna+ lingur.  Þegar Englar, Saxar og Jótar silgdu yfir Ermasund kringum árið 500 hafi einn þeirra stokkið af skipsfjöl og þegar hann kom uppí fjöru tók hann eftir steini sem glitraði.  Hann bar steininn upp og horfði í gegnum hann og sá glitta í stjörnu inni í steininum og mælti: sterling, eða stjörnulingur.

Önnur kenning er sú að heitið sé komið frá bræðslumeisturum Hinriks II (1133- 1189, konungur frá 1154 til dauðadags) sem komu frá Þýskalandi.  Sagan hermir að þeir hafi komið frá héraði sem hét Esterling.  Sennilegra er að orðið tákni austur-lingur, það er sá sem kemur að austan.  Sú merking var til í ensku og því líkleg skýring.  Seinna hvarf e-ið úr orðinu og eftir stóð sterling sem í dag er heiti algengustu blöndu silfurs.

Philip III Frakkakonungur setti 1275 stimplalög þar sem kveðið var á um borgarstimpil og framleiðandastimpil. 1579 gerði Hinrik III tilraun til þess að bæta við tollstimpli en gullsmiðir Parísarborgar, einsog Frökkum einum er lagið, hrundu þessum áformum konungs. Frá 1797 eru hreinleikastimpill (poicon de titre) og tollstimpill (poicon de garantie) auk sérstakra stimpla s.s. stimpils fyrir gamla silfurmuni sem selja á og stimpils fyrir muni sem bætt hefur verið við.

Fyrstu heimildir um þýska stimpla eru frá 1289. 1548 eru sett stimplalög sem ná til alls Þýskalands þar sem stimplarnir eru þrír, 1. framleiðandi, 2. hreinleiki í þúsundustu hlutum og 3. stimpill sem framleiðandi sjálfur sló ef um 800/1000 eða hærri blöndu var að ræða (hálfmáni og kóróna).

Eric
Erik af Pommern

Erik af Pommern (1381 eða 1382 – 3. maí 1459). Fyrsti konungur Kalmar sambandsins, tók við af Margréti I, uppeldismóður sinni. 1419 setti hann lög um starfsemi danskra gullsmiða og skyldur þeirra.

epo

Erik-pommern

Úr bókinni Danske Guldsmede og deres Arbejder gennem 500 aare eftir Aage Solver, útg. í Kaupmannahöfn 1929.

Algengar gullblöndur: Algengar silfurblöndur:
8K =333 (.3333) 800/1000 silfurs
9K =375 (.3750) 830/1000 silfurs
10K=416(.4167) 835/1000 silfurs
14K=585(.5833) 900/1000 silfurs
18K=750(.7500) 925/1000 – (Sterling)
22K=916(.9167) 958/1000 – (Britannia)

(feitletruðu tölurnar eru einnig algengir stimplar)

Nafnastimplar íslenskra gull-og silfursmiða:
Makers Marks, roughly 300 Icelandic gold-and silversmiths of the last 300 years.

(hér getur þú fundið gullsmiðinn sem smíðaði skartgrip eða nytjahlut sem þú átt með því að bera saman nafnstimpil á gripnum við þessa skrá) Allar ábendingar vel þegnar.

Aðalbjörn Pétursson A.P.  (G&A) (1902-1955)
Albert Jónsson (1868-1942)
Alexandra Verena Thorn AT 1975
Alfred Wolfgang Gunnarsson AWG 1953
Andrea Hjálmsdóttir ASH Andrea 1970
Andrés Bjarnason A.B. (1921-2007)
Anna Jónína Jónsdóttir 1909
Anna María Sveinbjörnsdóttir AM  ANNA MARÍA 1961
Ari Þorláksson (um 1590-)
Arna Arnardóttir ARNA AA  Stjarna 1971
Arngrímur Arngrímsson (1769-1859)
Arngrímur Gunnlaugsson (1793-1822)
Arngrímur Sigurðsson (1733-1790)
Arnljótur Jónsson (1798-1837)
Arnór Arnórsson AA (1808-1866)
Arnór Eyjólfsson (1640-1695)
Ámundi Jónsson (1738-1805)
Árni Árnason (1861-1937)
Árni Ólafur Árnason ÁÁ (1866-1929)
Árni Bergþórsson (1798-1866)
Árni Björn Björnsson Á.B.B. 1896
Árni Björnsson (1819-1883)
Árni B. Björnsson ABB   A.B.B. (1896-1947)
Árni Gíslason (1833-1911)
Árni Helgason AH (1779-1851)
Árni Höskuldsson Á.H. 1934
Árni Jónatansson (1867-1916)
Árni Jónsson AJ (1842-?)
Árni Ólafur Árnason ÁÁ (1866-?)
Árni Sigurðsson (1791-1871)
Árni Sigurðsson AS (1812-1864)
Árni Þorleifsson (1877-1975)
Ása Gunnlaugsdóttir ASTA   ÁSA 1968
Ásbjörn Jacobsen (DK)* AI  AJACOBSEN (1813-1879)
Ásdís Sveinsdóttir Thoroddsen Á.S.T. (1920-1991)
Ásdís Þ. Hafsteinsdóttir Á.Þ.H. Ásdís 1962
Ásgeir Kristjánsson Möller 1842-1900)
Ásgeir Reynisson AR 1960
Ásgrímur Albertsson ÁA   (ÁA&GB) (1914-1996)
Ásmundur Eymundsson (1878-1934)
Ásmundur Jónsson Á.J. (1925-1964)
Ástþór Helgason ÁST ÁSTÞÓR 1975
Baldvin Björnsson BB (1879-1945)
Baldvin Sigurðsson (1837-1915)
Baldvin Snæland B.S. 1969
Benedikt Ásgrímsson (1845-1921)
Benedikt Ásmundsson (1660-1703)
Benedikt Guðmundsson BG (1923-2011)
Benjamín Pálsson (1847-1933)
Berglaug Selma Sigmarsdóttir B.S.S. 1959
Berglind Snorradóttir Berg 1981
Bergrós Kjartansdóttir BK 1968
Bergur Bergsson (1835-1920)
Bergur Bergsson (1846-1903)
Birgir Þráinn Kjartansson B.Þ.K. 1947
Birna Í. Sandholt B.Í.S. Birna 1972
Bjarni Benidikt Óskarsson B.B.Ó. (1920-1990)
Bjarni Bjarnason (1821-1900)
Bjarni Bjarnason (1855-1915)
Bjarni Þorgeir Bjarnason B.Þ.B. Þ.G.B.B. (1924-1995)
Bjarni Daníelsson (1856-1882)
Bjarni Einarsson B.E. (1892-1943)
Bjarni Eiríksson (1743-1816)
Bjarni Hallmundsson B.H. (1925-1967)
Bjarni Jónsson (1575-1646)
Bjarni Jónsson (1648-1685)
Bjarni Jónsson (1833-1879)
Bjarni Magnússon BM (1863-1945)
Bjarni Oddsson (1853-1884)
Bjarni Benedikt Óskarsson B.B.Ó. (1920-1990)
Bjarni Þorgeir Sigurðsson BÞS (1868-1926)
Bjarni Thorarensen (1786-1841)
Bjarni Þórðarson (1837-1918)
Bjarni Þórðarson (1888-1975)
Björgvin Böðvar Svavarsson B.B.S. 1944
Björn (B) Björnsson B.B. (1886-1939)
Björn Árnason BJÖRN B.ARNA BA (1846-1930)
Björn Björnsson (Björnstjerne) BJÖRN   B.B. (1886-1939)
Björn Böðvarsson (1823-1848)
Björn Runólfur Eyjólfsson (1866-1898)
Björn Guðmundsson (1850-1932)
Björn Gunnlaugsson (1847-1925)
Björn Halldórsson BH (1920-2007)
Björn Helgason (1832-1870)
Björn Magnús Halldórsson BMH (1907-1971)
Björn Ólafur Helgason (1858-1893)
Björn Jakobsson (1797-1844)
Björn Jakobsson (1870-1925)
Björn Jónsson (1784-1842)
Björn Jónsson (1858-1931)
Björn Magnússon BM (1809-1866)
Björn Ólafsson (1854-1917)
Björn Pálsson B.P. (1854-1946)
Björn Sigurðsson (1876-1901)
Björn Símonarson B.S. BJÖRN (1853-1914)
Björn Snorrason (1764-1797)
Bogi Ólafsson (1894-1947)
Brandur Brandsson (1728-1800)
Brandur Einarsson (1824-1883)
Brynjólfur Árnason (1862-1950)
Brynjólfur Halldórsson (1725-1792)
Böðvar Böðvarsson (1842-1907)
Böðvar Ólafsson (1852-1914)
Böðvar Pétursson (1896-1967)
Bolli Ófeigsson BO  BOLLI 1970
Daði Jónsson (1565-1603)
Dalhoff Halldórsson DH (1841-1931)
Daníel Halldórsson *ath. ártöl (1841-1931)
Daníel Hjaltason DH (1809-1877)
Davíð Jóhannesson D.J. 1950
Dóra G. Jónsdóttir D.J. DÓRA 1930
Dýrfinna Torfadóttir D.T. 1955
Dýrleif Anna Guðjónsdóttir DILLA 1964
Ebenezer Guðmundsson EbG (1844-1920)
Eggert Guðmundsson EG (1791-1841)
Eggert Kristinsson E.K. 1953
Eggert Magnússon (1866-1953)
Egill Sigurjónsson (1867-1924)
Einar Ásmundsson E.Á. (1828-1893)
Einar Eiríksson (1847-1930)
Einar Garðar Þórhallsson EÞ EGÞ 1946
Einar Gíslason EG (1842-1906)
Einar Guðmundur Ólafsson E.G.Ó. (1887-1918)
Einar H. Esrason EE 1943
Einar Oddur Kristjánsson E.O.K. (1891-1947)
Einar Skúlason E.S. (1834-1917)
Einar Stefánsson E.STEFÁNSSON (1852-?)
Einar Torlacius ET 1952
Einar Garðar Þórhallsson EÞ  EGÞ 1946
Elías Halldórsson (1886-1964)
Elín Guðbjartsdóttir E.G. 1959
Erlendur Magnússon E.M. (1849-1909)
Erling Jóhannesson E.J. 1963
Eva Hronn Björnsdóttir EHB  eva
Eyjólfur Kúld E.KÚLD 1945
Eyjólfur Oddsson E.ODDSSON (1848-1882)
Eyjólfur Randver Árnason E.R.Á. (1910-1987)
Eyjólfur Þorkelsson (1849-1923)
Finnur G. Þórðarson 1976
Finnur Jónsson F.J. (1892-1993)
Flosi Jónsson F.J. Skart 1954
Friðfinnur Þorláksson F.Th. (1821-1878)
Geirfinna G. Óladóttir GÓL (1958-2007)
Georg E. Hannah EH 1969
Gísli Árnason (GÁ óstaðfest) (1862-1940)
Gísli Lárusson (1865-1935)
Gróa Theódóra Dalhoffsdóttir (1889-1950)
Guðbjartur Þorleifsson (1931-2017)
Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir GUGGA   GKI 1969
Guðbjörg Betsy Petersen GBP BETSY 1951
Guðbrandur Jónsson (DK) (1719-1777)
Guðbrandur Jezorski GT 1943
Guðjón Rósinkrans Bernharðsson GB  (G&A) (1901- 1978)
Guðlaugur A. Magnússon GAM og (sjá ísl.stimpla) (1902-1952)
Guðmundur Blöndal GBI 1954
Guðmundur Eiríksson G.E. (1904-1977)
Guðmundur Gíslason G.G. (1900-1935)
Guðmundur Helgi Guðnason GHG (1884-1953)
Guðmundur J. Andrésson G.A.  GJA (1895-1968)
Guðmundur Ólafsson (1798-1872)
Guðmundur Sigmundsson GS (1787-1863)
Guðmundur Stefánsson GS (1824-1879)
Guðmundur Tómasson G.Th (1773-1839)
Guðmundur Víborg Jónatansson G.VÍB. (1858-1936)
Guðmundur Þorsteinsson G.Þ. (1897-1989)
Guðmundur Þorsteinsson (1879-1989)
Guðni Símonarson G.S. (1855-1931)
Guðni Þórðarson G.Þ. (1914-2000)
Guðný Sif Jakobsdóttir sjá hér 1976
Guðrún Arinbjarnar GRA 1964
Guðrún Bjarnadóttir G.Bj. 1960
Guðrún Guðnadóttir G.G. 1953
Gunnar Bernhard G.B.G. (1930-2017)
Gunnar Á. Hjaltason G.H.   GHj (1920-1999)
Gunnar Malmberg G.MALM (1938-1998)
Gunnar Petersen G.P. (G.Pet) (1929-1980)
Gunnar Sigurðsson G.S. (1897-1954)
Gunnlaugur Elías Halldórsson (1886-1964)
Gylfi Kristjánsson (1948-2007)
Halla Bogadóttir H.Boga. 1956
Halldór Arnórsson HA (1887-1956)
Halldór Kláus Brynjólfsson H HC (1769-1843)
Halldór Kristinsson H.K. 1931
Halldór Magnús Benjamínsson (1853-?)
Halldór Sigurðsson HS (1877-1966)
Halldór Sigurðsson H.S. (1925-2003)
Halldór Þórðarson (1801-1868)
Hallgrímur Kristjánsson H Ch H.K (1818-1884)
Hannes Guðmundsson (1841-1871)
Hans Kristján Einarsson HKE HANS 1968
Hansína Jensdóttir H.J. HANNA 1954
Haraldur Jón Kornelíusson H.J.K. 1950
Harpa Kristjánsdóttir HARPA 1960
Haukur Björnsson H.B. 1950
Haukur Guðjónsson H.G. (1921-2010)
Haukur Valdimarsson HAUKUR HV 1965
Hákon Arnar Jónsson H.J. 1932
Hákon Oddsson HO (1824-1904)
Helga Baldursdóttir HELGA 1958
Helga Jónsdóttir He.j. 1951
Helga Ósk Einarsdóttir HÓE   Ósk 1972
Helgi Árnason (1908-1988)
Helgi Jóhannes Sigurgeirsson H.J.S. (1863-1947)
Helgi Þórðarson H (1761-1828)
Hilmar Einarsson H.E. 1957
Hjálmar Jón Torfason H.T. (1924-2013)
Hjördís Gissurardóttir H.DÍS. 1950
Hreinn M. Jóhannsson H.M.J. (1931-2001)
Höskuldur Árnason H.Á. (1898-1977)
Indriði Þorsteinsson I Th (1814-1879)
Inga Björk Harðardóttir IBH 1964
Inga Rúnarsdóttir Bachmann INGA 1980
Ingi Kristmanns I.K. 1951
Ingibjörg Einarsdóttir (?)
Ingigerður Ágústa Helgadóttir (1908-1951)
Ingimar Örn Davíðsson I.D. (1948-1973)
Ívar Þ. Björnsson ÍB  ÍBÞ  Ívar 1951
Jafet Einarsson IE IIE (1805-1872)
Jakob Snorrason (1755-1839)
Jens Guðjónsson Jens (1920-2010)
Jóhann Arngrímsson (JA) (1828-1907)
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir JGJ 1976
Jóhannes Bárðarson 1952
Jóhannes Jóhannesson J.J. (1921-1998)
Jóhannes Leifsson JL 1920
Jóhannes Óli Guðmundsson J (1900-2000)
Jón Andrésson IA (1790-1866)
Jón Arngrímsson (DK)* ARNGRIMSEN (1814-1878)
Jón Bernharðsson JB (1822-1877)
Jón Björn Eyjólfsson J.B.E. (1875-1954)
Jón Björnsson J.Bj. (1918-1981)
Jón Dalmannsson J.D. (1898-1970)
Jón Eyjólfsson JE (1820-1879)
Jón Gíslason Steinhólm (1854-1938)
Jón Guðmundsson JÓN GUÐMS (1870-1944)
Jón Halldór Bjarnason J.H.B. 1949
Jón Holgeir Hólm Holm CANDAR JHEH 1940
Jón Jarl Þorgrímsson Jarl 1962
Jón Jónsson (1814-1907)
Jón Jónsson (DK)* JJ  JJS  IIS (1750-1805)
Jón Leví Jónsson (1844-1931)
Jón Robb IR (1814-1854)
Jón Sigfússon I/J SIGFUS JSIGFUSS (1815-1882)
Jón Sigmundsson JÓN (1875-1942)
Jón Sigurðsson (1746-1819)
Jón Sigurðsson JS  (til Minnesota 1878) (1830-1889)
Jón Sigurjónsson JS 1948
Jón Snorri Sigurðsson JS.S SNORRI 1950
Jón Tryggvi Þórsson J.T.Þ. Jón 1963
Jónas Ragnar Sigurðsson R.S. RAGNAR (1928-2002)
Jónatan Jónsson J.J. (1884-1952)
Júlía Þrastardóttir djuls 1983
Júlíana Karlsdóttir JK Júlí 1960
Karitas Bergsdóttir KB 1983
Karl Björnsson KARL (1908-1980)
Katrín Didriksen K.D. 1954
Kjartan Ásmundsson K.Á. (1903-1977)
Kjartan Örn Kjartansson KÖK 1967
Konráð Friðgeir Jóhannsson K.J. (1895-1981)
Kristinn Sigurðsson K.S. 1950
Kristín Petra Guðmundsdóttir KPG 1967
Kristján Benediktsson KB (1886-1966)
Kristmundur Benjamín Þorleifsson (1895-1950)
Kristófer Pétursson KP (1887-1977)
Lára Magnúsdóttir L.M. LÁRA 1951
Leifur Jónsson L.J. 1952
Leifur Kaldal L.K. (1898-1992)
Lilja Unnarsdóttir LU  LILJA 1976
Lúðvík Ólafsson 1937
Magnús Bjarnason MB (1822-1879)
Magnús Björnsson MB (1710-1789)
Magnús Einarsson ME (1822-1909)
Magnús Erlendsson M.E. (1885-1932)
Magnús Eyjólfsson M (1828-1899)
Magnús Hannesson (MH/SH) (1869-1904)
Magnús Jónsson MJ M.IONSSON (1850-1905)
Magnús Júlíus Dalhoffsson MD (1877-1939)
Magnús Pétursson Hjaltested M.P.H. (1836-1871)
Magnús Steinþórsson M.S. 1949
Margrét Rosa Dahl-Christiansen MC 1952
Maria Langenbecher sjá hér 1946
Marteinn Jónsson M.Jónsson (1832-1920)
Oddur Oddsson O.O. (1867-1938)
Ófeigur Björnsson ÓF.BJ. ÓF.B. Ófeigur 1948
Ólafur G. Jósefsson Ó.G.J. 1950
Ólafur Jóhannsson OJ (1868-1954)
Ólafur Sveinsson OS (1849-1915)
Olga Perla Nielsen ON 1978
Óli J. Daníelsson Ó.J.D. 1960
Ólöf Þóra Ólafsdóttir ÓÞÓ 1974
Óskar Kjartansson Ó.K. (1949-1988)
Óskar Pétursson Ó.B.P. (1909-1999)
Óttar Gauti Guðmundsson ÓGG 1961
Paul Oddgeirsson PO (1932-2003)
Páll Eyjólfsson PE (1822-1894)
Páll Loftsson PL (1743-1828)
Páll S. Ragnarsson P.R. PÁLL 1949
Páll Þorkelsson P.Þ. PÁLL ÞORK (1850-1936)
Pálmi Dagur Jónsson* PDJ 1939
Pétur Arnbjörn Guðmundsson PA (1836-1894)
Pétur Breiðfjörð P.B.F. S.P. 1930
Pétur Tryggvi Hjálmarsson PTH 1956
Ragna Pétursdóttir R.P. (1897-1977)
Ragnar Símonarson 1973
Ragnhildur Sif Reynisdóttir Sif 1969
Reynir Már Ásgeirsson (RMA) ERNA GAM 1982
Reynir Guðlaugsson RG ERNA GAM (1930-2001)
Rögnvaldur Sigmundsson RS (1810-1871)
Sif Ægisdóttir FIS 1965
Sigmar Ó. Maríusson* S.Ó.M. 1935
Sigmundur Lýðsson (1880-1960)
Sigríður Anna Sigurðardóttir SAS   S&T 1967
Sigríður Ásgeirsdóttir SA (1903-1981)
Sigtryggur Jón Helgason SJH (1912-1986)
Sigurbjörn Kristinsson 1927
Sigurður Bjarnason  SB 1912
Sigurður Böðvarsson SB (1813-1866)
Sigurður G. Bjarnason S.B. (1930-2011)
Sigurður H. Bjarnason (frá Rein) (1912-1994)
Sigurður G. Steinþórsson S.ST. G.S. 1947
Sigurður Guðmundsson SG (1844-1923)
Sigurður Hrafn Þórólfsson S.Þ. 1939
Sigurður Ingi Bjarnason SIB INGI 1970
Sigurður Jósepsson Hjaltalín SJH (1822-1898)
Sigurður Oddsson SOS (1724-1810)
Sigurður Vigfússon SV SIGURÐR V (1828-1892)
Sigurður Þorsteinsson (DK)* STS (1714-1799)
Sigrún Sigurjónsdóttir sisi 1978
Símon Sigurðsson Bech SSSB (1716-1785)
Símon Sverrir Ragnarsson S.R. JÓN 1944
Skarphéðinn Einarsson (1874-1944)
Skúli Einarsson SE (1806-1846)
Sólveig B. Jóhannesdóttir SÓL SBJ 1968
Stefanía Halldóra Haraldsdóttir SHH 1952
Stefán B. Stefánsson S.B.S. STEFÁN 1955
Stefán Eggertsson St (1803-1887)
Stefán Gunnarsson S (1816-1894)
Stefán Stefánsson (DK) (1829-?)
Stefán Þór Jónsson SÞJ 1973
Steindór Marteinsson S.M. (1923-1996)
Steingrímur J. Benediktsson SJB 1949
Steingrímur Jónatansson S.J. (1908-1977)
Steingrímur Jónsson (1829-1923)
Steinþór Sæmundsson ST.S. (1922-1984)
Sumarliði Sumarliðason SS SSS S.SUMARLIÐA (1833-1926)
Sveinn Guðnason S.G. 1952
Sveinn Níelsson S (1801-1881)
Sveinn O. Sigurðsson SOS 1971
Sveinn Theódór Dalhoffsson (1870-1900)
Sveinn Þorvaldsson S Th (1787-1834)
Sverrir Halldórsson S.H. (SvH) (1913-1957)
Sædís Bauer Halldórsdóttir æ 1968
Teitur Jónsson (TJ) (1840-1905)
Teodór Jónsson ThJ (1848-1883)
Torfhildur I. J. Dalhoffsdóttir (1895-1961)
Torfi Rafn Hjálmarsson TRH TR 1962
Tómas Óskar Malmberg T.MALM 1966
Tómas Tómasson T (1748-1805)
Trausti Pétursson T.P. 1937
Ulrich Falkner U.F. (1937-2018)
Unnur Eir Björnsdóttir eir 1980
Valdemar Viðarsson VV 1972
Valur Fannar V.F. (1927-2000)
Viðar Ólafsson V.Ó. 1945
Vigfús Ingvarsson VI 1943
Vigfús Stefánsson Frydensdal WF (1813-1842)
Vigfús Thorarensen V Th (1821-1861)
Þorbergur Halldórsson Þ.H. 1962
Þorbjörn Ólafsson ÞO (1750-1827)
Þorgrímur Árni Jónsson Þ.Á.J. (1902-1991)
Þorgrímur Jónsson Þ.J. 1931
Þorgrímur Tómasson  (Th.Thomsen) T Th (1782-1849)
Þorleifur Óskar Gíslason Ó.G. (OG) (1902-1980)
Þorsteinn Finnbjörnsson Þ.F. (1895-1960)
Þorsteinn Þorleifsson (ÞÞ) (1824-1882)
Þórarinn Ágúst Þorsteinsson ÞA (1859-1945)
Þórarinn Gunnarsson Þ.G. ÞGBB (1928-1999)
Þórður Pálsson Þ.P. (1819-1905)
Þórður Stefánsson Thorarensen ÞTh  (K&Þ/Þ&K) (1859-1944)
*Smiðir af íslenskum ættum sem 

störfuðu í Danmörku:

Asbjörn Jacobsen AI  AJACOBSEN (1813-1879)
Jacob Arne Sivertsen (1798-)
John Arngrimsen ARNGRIMSEN (1814-1878)
John Gisler (Gíslason) JG (1730-1777)
Jon Jonsen JJ  JJS  IIS (1750-1805)
Sivert Thorstensson (Sigurður Þ.) STS (Oldermand 1754-72) (1714-1799)

Í vinnslu:

ÁK   Ásmundur Kristjánsson

GAJ   Guðni A. Jónsson úrsmiður (1890- 1983)

GB     Gunnar Bjarnason

KG    Kristmundur Guðmundsson (1900- 1936)

?          Björn Jónsson frá Búrfelli Vernharðssonar

VB     Vilhjálmur Brandsson, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum

KB     Kristinn Björnsson (1879 – 1952), Siglufirði

*Stimpillinn M með S&P undir er frá þeim Sigmari Ó Maríussyni og Pálma Degi Jónssyni sem ráku saman, í byrjun, Model Skartgripi við Hverfisgötu 16a þar til Sigmar tók einn við rekstrinum.

Helstu heimildir:
Félagatal FÍG, Gullsmiðatal FÍG (1991), stimplaskrá FÍG,
Silfur í Þjóðminjasafni e. Þór Magnússon (Rvk. 1996), Íslensk silfursmíði e. Þór Magnússon (Rvk. 2013) og Danske Guld og Solvsmedemærker for 1870, e. Chr. A. Boje (K.höfn 1969) Danske Guldsmede og deres Arbejder gennem 500 aare. Aage Solver, Kobenhavn 1929.  Sérstakar þakkir:  Dóra G. Jónsdóttir gullsmiður, Guðrún Björnsdóttir, Kristján Á. Flygering verkfræðingur, Kristín H. Pétursdóttir, Dóra Jakobsdóttir og áhugasamir afkomendur genginna smiða.
Allar ábendingar eru vel þegnar.
erna@erna.isAth. Neytendastofa hefur frá 1. júlí 2005 (Löggildingarstofa 1. júlí 2002) umsjón með stimplum gullsmiða.

Upplýsingar í þessari skrá má afrita að fengnu leyfi
Gull-og silfursmiðjunnar Ernu ehf.

Permission to Copy: contact erna@erna.is  

Uppfært í apríl 2013